Sæl verið þið, Anna Sólveig er búin að vera á landinu í nokkra mánuði núna, en er á leiðinni heim þann 6.október. Við viljum endilega kveðja stúlkuna með pompi og prakt og ætlum því að efna til frændsystkinapartýs: annaðhvort
föstudaginn 29.sept
eða
laugardaginn 30.sept
!
Endilega látið vita hvort þið komist eða ekki með því að svara í kommentakerfinu! Að öllum líkindum verður þetta heima hjá mér (Ýri), nema við getum verið á Tjarnargötunni?
Þegar við vitum nánar hverjir komast og hvor dagurinn verður fyrir vali, getum við planað þetta aðeins betur. Held það sé algjörlega málið að hittast og borða saman og þeir sem vilja halda áfram og partýast, geri það... ;)
Látið heyra í ykkur kæru frændsystkin, einn fyrir alla og allir fyrir einn!!! (Lifi Bakkagerði)